143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:55]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Íslensk heimili eiga kröfu á leiðréttingu skulda sem hvíla af þunga á húsnæði þeirra. Íslensk heimili urðu fyrir forsendubresti sem nú, eftir fimm ár, er verið að leiðrétta. Því ber að fagna hér að geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar til hjálpar um 80% íslenskra heimila.

Ég fagna þessari stund og segi já.