143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:55]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Auðvitað fagnar fólk því að fá fjárhagsaðstoð í hvaða formi sem hún kemur og sama af hvaða ástæðum. En það gerir aðgerðina hvorki ábyrga né skynsamlega og þessi aðgerð er hvorugt.

Hinn raunverulegi skuldavandi þjóðarinnar er skuldavandi ríkissjóðs. Hann er skuldavandi allra landsmanna, ekki bara þeirra sem eiga húsnæði heldur sérstaklega þeirra sem ekkert eiga og ekkert hafa átt.

Allir landsmenn gengu í gegnum verðbólguskotið sem er jafnað kallað forsendubrestur. Allir leigjendur borga hærri leigu. Allir sem klæðast borga meira fyrir fötin. Allir sem borða borga meira fyrir matinn.

Þetta er röng lausn á röngu vandamáli. Ég mun sitja hjá.