143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:15]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Svo við gætum sanngirni hafa framsóknarmenn og sjálfstæðismenn staðið sig mjög vel í því að taka þennan bankaskatt, sem var settur á 2010, og hafði tvíþætt meginmarkmið, annars vegar að ná til baka fé eða leiðrétta þann skaða sem ríkissjóður varð fyrir vegna hrunsins.

Það sem gerðist fyrir jól var að stjórnarflokkarnir víkkuðu skattinn út þannig að hann náði yfir þrotabúin. Ef maður horfir til þess sem var meginmarkmið skattsins sem var að leiðrétta stöðuna eða þann skaða sem varð vegna hrunsins, hverjir ættu þá að borga það? Að sjálfsögðu ætti að taka þessa peninga úr þrotabúunum.

Svo að við höldum því til haga og gætum sanngirni þá er verið að ná í peningana þangað sem átti að ná í þá allan tímann.