143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:07]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er jákvætt við þennan þátt málsins að hér er verið að reyna að þróa frekar hugmyndina um afkomustuðla fyrir einstakar atvinnugreinar til að ná betur utan um arðsemina í hverri grein fyrir sig. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að greiða atkvæði gegn þessu vegna þess að hér er blandað inn líka lækkuninni víðfrægu á veiðigjaldinu.