143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:09]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég viðurkenni að þetta er svolítið ruglandi en ég ætla að leitast við að gera grein fyrir því hvernig við ætlum að greiða atkvæði í þessum liðum.

Það hafa komið fram mjög góð og gild rök um lækkun á einstakar tegundir eins og rækju og kolmunna og um þetta held ég að ríki einhugur. Hins vegar er ekki alveg jafn ljóst hvort þurfi að lækka gjöld á til dæmis þorski í Barentshafi, eins og það sem við erum að greiða atkvæði um núna, og því erum við á gulu hvað þær tegundir varðar sem við höfum ekki full gögn og næga vissu um að skuli lækka.