143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

verslun með áfengi og tóbak.

156. mál
[15:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég er mjög hlynntur því sem segir hér um að við skulum hafa forræði yfir börnum og unglingum því þau hafa ekki forræði yfir sjálfum sér en þegar kemur að alls konar hlutum um að það megi ekki benda á ýmsar vísindalegar staðreyndir um áfengi o.s.frv. þegar fjallað er um það eða það er auglýst eða skírskotað er til þess er ég á öðru máli. Svoleiðis forræðishyggju gagnvart fullorðnu fólki styð ég ekki.