143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014.

62. mál
[16:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér samþykkjum við að við kosningar verði haft yfirlit og haldin skrá yfir aldur kjósenda. Slík tölfræði er unnin í löndunum í kringum okkur, enda er mikilvægt að fylgjast með þátttöku allra aldurshópa. Það hefur sýnt sig að þátttaka ungs fólks í kosningum fer minnkandi og það grefur undan lýðræðinu til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvernig þessu er háttað svo við getum brugðist við með viðeigandi hætti og hvatt sem flesta íbúa landsins til að kjósa í almennum kosningum, ekki síst ungt fólk.

Ég þakka hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrir vinnuna og ekki síst framsögumanni málsins, hv. þm. Helga Hjörvar.

Ég segi já.