143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri.

182. mál
[16:33]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingartillögu við tillögu til þingsályktunar um hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri. Hugsunin að baki þessari þingsályktunartillögu er að breyta því hugarfari þegar fólk tekur ákvörðun um hvort það ætli að setjast undir stýri undir áhrifum eða ekki.

Breytingartillagan gengur út á það að í stað þess að skipaður verði starfshópur um endurskoðun hertra viðurlaga við ölvunar- eða vímuefnaakstri verði þessar tillögur yfirfarnar við heildarendurskoðun umferðarlaga. Þau eiga að vera tilbúin í haust.