143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 226/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn.

349. mál
[16:45]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S):

Hæstv. forseti. Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þetta mál sem snýr að tæknilegum reglugerðum, stöðlum, prófunum og vottunum hvað varðar sprengiefni. Hér er fyrst og fremst um að ræða mál sem varðar tæknilegar breytingar á reglum um öryggi vegna notkunar á sprengiefnum við mannvirkjagerð.

Nefndin var samdóma í því áliti að rétt væri að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þessa máls og mun frumvarp koma til umfjöllunar í þinginu í framhaldinu. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt.

Hv. þingmenn Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nefndarálit þetta rita, auk þess sem hér stendur, hv. þingmenn Vilhjálmur Bjarnason, Árni Þór Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson.