143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða.

294. mál
[17:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara í hefðbundið andsvar. Ég ætla bara að þakka hv. framsögumanni, hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni og hv. nefnd fyrir gott starf. Það er ánægjulegt að sjá að það er svona góð samstaða í nefndinni um að klára þetta mikilvæga mál og styðja þannig við mjög gott málefni. Þarna held ég að við séum að stíga mikilvægt skref þar sem við fáum að styðja við og njóta krafta Auðar Guðjónsdóttur og Mænuskaðastofnunar, en þeirra starf hefur verið afskaplega gott og farsælt og hefur vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana. Við vonumst til að sjá afrakstur af þessu átaki og vinnu og að við munum sjá framfarir á þessu sviði.