143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða.

294. mál
[17:08]
Horfa

Frsm. velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka framsögumanni hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir framsögu hans í þessu máli. Þetta er mikilvægt mál og við stöndum þétt saman um það og eins og fram kom hjá hv. þingmanni færum við frumkvöðlinum Auði Guðjónsdóttur miklar þakkir fyrir starfið. Við í nefndinni munum reyna að fylgja þessu máli eftir eins og best verður á kosið í framtíðinni.