143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

148. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar um þetta mál um lánasjóðinn. Nefndin fjallaði um málið og umsagnir um það bárust. Við í nefndinni tókum undir þau sjónarmið sem fram komu, að það væri mikilvægt að setja inn ákvæði um tiltekin tímamörk fyrir kynningu umræddra reglna

Nefndin leggur til þá breytingu á frumvarpinu að í stað 1. febrúar komi 1. apríl.

Jafnframt flyt ég þá breytingartillögu við þetta mál á sérstöku þingskjali að gildistaka laganna þegar frumvarpið verður orðið að lögum miðist við 1. janúar 2015 þannig að það gildi fyrir næsta ár.

Undir þetta nefndarálit skrifa sú sem hér stendur, Vilhjálmur Árnason, Páll Valur Björnsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.