143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

tekjuskattur.

15. mál
[19:16]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og segja að þótt ég hafi að sjálfsögðu helst óskað þess að þetta frumvarp yrði afgreitt tel ég þetta næstbesta kostinn og fagna því hve jákvætt hv. efnahags- og viðskiptanefnd tekur í þetta mál. Ég mun að sjálfsögðu inna eftir þeirri vinnu sem nefndin leggur til að verði ráðist í næsta haust og vona svo sannarlega að það muni skila sér í lögum um þunna eiginfjármögnun á næsta þingi. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. efnahags- og viðskiptanefnd fyrir þeirra góða starf að þessari tillögu.