143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

tollalög og vörugjald.

179. mál
[19:22]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir stuðninginn sem þetta mál hefur fengið og vil taka fram að það snýst ekki aðeins um sojamjólk heldur staðgengdarvörur mjólkur. Það geta verið möndlumjólk, haframjólk, hrísmjólk eða sojamjólk. Þetta er mjög lítið skref en þessi málaflokkur, tollar og vörugjöld á landbúnaðarvörur, er mjög viðkvæmur þannig að ég taldi betra að taka lítil en örugg skref, en það þarf að ganga lengra. Við erum með alls konar vörur eins og jógúrt og jurtaís og ég veit ekki hvað. Það bætast sífellt nýjar staðgengdarvörur mjólkur í hópinn. Ég sé það í hvert skipti sem ég fer út að versla. Ég mun því halda áfram að flytja tillögur í þessa veru. Ég þakka stuðninginn.