143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

13. mál
[19:24]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um þjóðfánamálið sem nokkrum sinnum áður hefur komið til umfjöllunar hér á Alþingi. Hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur unnið að málinu í dágóðan tíma og unnið vel og vandlega. Ég þakka nefndinni kærlega fyrir hennar störf. Málið er mjög flókið. Á því eru margar hliðar sem þarf að gæta vel að. Því tel ég þetta vera ásættanlega og góða niðurstöðu og trúi því að málið fái framgang, þannig að ég styð þetta mál og þakka kærlega fyrir.