143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Enn einu sinni er það svo að hér þarf ég að koma upp í ræðustól því mér er verulega misboðið yfir þeim orðum sem hafa fallið í þessari atkvæðaskýringu. Hér kemur hv. þm. Jón Þór Ólafsson fram og segir að Framsóknarflokkurinn hafi keypt sér 19 þingmenn í síðustu alþingiskosningum.

Virðulegi forseti. Ég hefði áminnt þennan þingmann hefði ég verið á forsetastóli. Svo er það þannig, hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og hv. þm. Árni Páll Árnason, að þetta frumvarp snýr ekki að leigjendum. Þetta frumvarp snýr ekki að eldri borgurum, ekki að námsmönnum og ekki að lánsveðshópnum sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon talar um. Þetta frumvarp snýr að því að bæta verðtryggð húsnæðislán sem urðu fyrir forsendubresti í hruninu. (Gripið fram í.) Loksins er sá dagur að renna upp að þessi hópur fær leiðréttingu sem hefði þurft að gerast strax 2009 eins og þáverandi minnihlutastjórn lofaði (Forseti hringir.) Framsóknarflokknum. Ég segi enn á ný: Til hamingju með daginn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)