143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[21:02]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hef af því áhyggjur að við séum við að fara að glíma við ansi dapurlegan ríkissjóð, m.a. af því að núna er verið að lækka veiðigjöldin. Ég hef skilning á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki því að lækka veiðigjöldin í rækjunni sem þó er ekki rækja. Ég hefði viljað sjá jafn mikið kapp lagt á að tryggja að ekki væri hægt að flytja kvóta úr byggðarlögum sem hafa reitt sig á fiskvinnslu á sínum svæðum. Ég hefði viljað sjá meiri djörfung í kvótamálum almennt séð og veiðiúthlutun okkar sameiginlegu auðlinda. Mér skilst að reynt hafi verið að eðlisbreyta þessum málum. Ég geld varhuga við þessari stefnu og mundi gjarnan vilja að það yrði sett í algjöran forgang að hjálpa þeim byggðarlögum sem hafa nú misst allt sitt.