143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[21:03]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka atvinnuveganefnd og reyndar þingmönnum öllum fyrir óvenjumálefnalega umræðu um veiðigjöld þetta árið. Ég tel að við séum á réttri leið. Við erum að horfa til þess að í landinu er mjög fjölbreyttur sjávarútvegur. Horfurnar á mörkuðum eru verri en verið hafa um nokkurra ára skeið og ég tel að við séum á góðri leið með að ná því markmiði að ræða um okkar mikilvægu atvinnugrein á skynsamlegum nótum.

Þessi lokaatkvæðagreiðsla sem við erum að fara í um veiðigjöld næsta árs er nálgun í þá átt sem við teljum rétta. Ég hef metið það af umræðu síðustu sólarhringa að þingmenn almennt eru á því að við séum að nálgast málið. Við þurfum að fara betur yfir það og gerum það á næstu vikum og í sumar í samráði við sem flesta aðila og ég tel að þetta sé mjög gott mál fyrir landið allt (Forseti hringir.) og útgerðirnar 620, smáar sem stórar.