143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

stjórn fiskveiða.

153. mál
[21:08]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða breytingartillögu sem nefndin var sammála um að yrði lögð fram við lokaafgreiðslu málsins. Hún fjallar um að við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem heimili ráðherra í milliríkjasamningi að semja um skipti á tilgreindum aflaheimildum sem úthlutað hefur verið á skip fyrir aðrar aflaheimildir enda meti ráðherra að slík skipti séu hagstæð.

Um er að ræða möguleg skipti á aflaheimildum í makríl í færeyskri lögsögu og mögulega við aðrar þjóðir, eins og Grænlendinga, í skiptum fyrir rétt þeirra til að veiða í íslenskri lögsögu þann afla sem samið verður um.