143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

stjórn fiskveiða.

153. mál
[21:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað fyrst og fremst til að þakka aftur nefndinni og þingheimi öllum fyrir málefnalega afgreiðslu þessa máls. Ég tel það sem við sjáum hér á töflunni mjög skýrt til marks um þá breytingu sem hefur orðið á umræðu um sjávarútveg, að þingheimur skuli geta staðið nánast samhljóða að breytingum á stjórn fiskveiða. Ég tel að í því felist tækifæri fyrir okkur öll að vinna áfram á þessum nótum og marka þar með skýran ramma til lengri tíma fyrir okkar mikilvægustu atvinnugrein.