143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

meðhöndlun úrgangs.

215. mál
[21:22]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að þakka umhverfis- og samgöngunefnd fyrir mikla vinnu við heildarfrumvarp um úrgangsmál. Það skiptir miklu að fá þetta mál hér í gegn. Við erum að færa okkur frá því að líta á úrgang sem eitthvað sem þarf að urða eða brenna yfir í það að líta á sem hráefni til að nýta. Þetta frumvarp gerir okkur kleift að fara mun hraðar í það verkefni. Þess vegna fagna ég því að þingheimur skuli standa saman um það hér í dag svo við getum komið okkur inn í 21. öldina hvað þetta varðar.