143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

útlendingar.

249. mál
[21:23]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Minni hluti hv. allsherjar- og menntamálanefndar flutti tvær breytingartillögur um þetta mál, sem báðar voru að vísu felldar, en við tókum fram að við mundum styðja frumvarpið þrátt fyrir það. Það sem stóð mest í a.m.k. þeim sem hér stendur er um örugg upprunaríki, 20. gr., sem við reyndum að fella út úr frumvarpinu. Í trausti þess að vel verði farið með þetta ákvæði og því verði varlega beitt og menn vandi sig mun ég styðja frumvarpið.