143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

málefni innflytjenda.

517. mál
[21:31]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tímabundna ráðningu á forstöðumanni Fjölmenningarseturs. Ég taldi og það varð niðurstaða minni hluta hv. velferðarnefndar að óþarft væri að setja þetta ákvæði inn. Það skapar óvissu um Fjölmenningarsetur og að baki liggur sameining á stofnunum sem hefur ekki hlotið neina umfjöllun og engar ákvarðanir hafa verið teknar um. Ég treysti mér því ekki til að styðja frumvarpið og segi nei.