143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi.

375. mál
[21:33]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir vel unnin störf við þetta frumvarp sem ég tel afar gott mál. Þetta snýr að atvinnuuppbyggingu í landinu. Þetta er ekki stærsta fjárfestingarverkefni sem hefur rekið á fjörur okkar en það er afar mikilvægt. Hér er um að ræða örþörungaverksmiðju, nýja tækni sem er að skjóta hér rótum og vonandi eigum við eftir að sjá afrakstur í nýrri atvinnugrein sem býður upp á mikla möguleika.

Ég ítreka þakkir mínar til nefndarinnar og fagna því að þetta mál sé í höfn.