143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

fiskeldi.

319. mál
[21:37]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel að það bráðabirgðaákvæði sem hv. þingmaður nefndi hér áðan sé verulega til bóta. Þó er hér um að ræða gríðarlega mikla hagsmuni lífríkis og náttúru og þarna er villti laxastofninn, hvorki meira né minna en hann, undir. Í bráðabirgðaákvæðinu er verið að tala um að hefja heildarendurskoðun á þessum mikilvæga málaflokki, með vistkerfisnálgun að leiðarljósi, sem er gríðarlega mikilvæg. En ég tel að bráðabirgðaákvæðið sem slíkt dugi ekki til þess að ég geti stutt frumvarpið.