143. löggjafarþing — 122. fundur,  18. júní 2014.

framhaldsfundir Alþingis.

[15:01]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Forseti Íslands gjörir kunnugt:

„Forsætisráðherra hefir tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman hið fyrsta til að fjalla um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hefjast eiga fimmtudaginn 19. júní og munu valda mikilli röskun flugsamgangna milli Íslands og annarra ríkja.

Fyrir því hefi ég ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda miðvikudaginn 18. júní kl. 3 síðdegis.

Gjört á Bessastöðum, 17. júní 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.

 

___________________________

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

 

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Ég býð hæstv. forseta, hv. þingmenn svo og starfsmenn Alþingis velkomna til þings.