143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[16:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst þingmaðurinn ganga ansi lagt í því að leggja mér orð í munn. Ég spurði hann tveggja spurninga og fullyrti ekkert um kjör eða þann rétt sem verkfallsrétturinn er, rétt einstakra starfsmanna til að nýta sér þann rétt, ekkert. Ég sneri ekki út úr orðum hv. þingmanns, hann nefndi það hér áðan að menn hefðu átt að fara hægar í sakirnar verðandi Herjólfsdeiluna af því að legið hefði fyrir að aðrar deilur hefðu verið í gangi.

Mig langar að benda á eitt. Ríkisstjórn sem hv. þingmaður átti sæti í setti lög á nákvæmlega sömu deilu flugvirkja, ekki satt, fyrir fjórum árum? Og bíðið nú við. Ég spurði hv. þingmann út í Kjaradóm vegna þess að við framsóknarmenn vorum fullkomlega ábyrgir fyrir fjórum árum og studdum það að landinu yrði ekki lokað til skemmri eða lengri tíma, við studdum það. En við lögðum fram tillögu um að málið yrði sett í Kjaradóm ef það yrði ekki leyst innan fárra daga. Hv. þm. Árni Páll Árnason hafnaði þeirri tillögu.

Þegar menn koma hér upp, eftir að hafa gert nákvæmlega sama hlutinn og jafnvel gengið lengra, og skammast í ríkisstjórninni þá er sá málflutningur algjörlega marklaus. Sá málflutningur dæmir sig sjálfur, virðulegi forseti.