143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:11]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þarf ekki á þessari einu mínútu að halda. Ég svaraði þingmanninum efnislega og kom með rök máli mínu til stuðnings. Ég ætla ekki að svara já eða nei, ég var ekki á staðnum, ég greiddi ekki atkvæði. Ég hef lýst því að mér finnst þetta vera grundvallaratriði, snúast um grundvallarprinsipp, en ég sagði jafnframt að ég væri ekki að sakfella einn eða neinn sem hefði verið á annarri skoðun með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi voru á þeim tíma. Ég held að hægt sé að ráða í það hvað ég hefði gert, en ég var ekki á staðnum og greiddi ekki atkvæði.

Mér finnst þetta vera grundvallarspurning, mér finnst þetta vera prinsippmál. En vissulega hafa komið upp mál þar sem álitaefni hafa verið uppi og það er hægt að horfa til minna (Forseti hringir.) orða og gjörða í því samhengi.