143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:37]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð aðeins að bregðast við orðum hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar um að við séum hér komin upp til þess að tuða. Þetta eru lögmætar áhyggjur sem við höfum. Ferlið er til staðar af ástæðu og það er sjálfsögð krafa að farið sé eftir þeim skilningi sem við hljótum sjálf að draga af þingsköpum og sömuleiðis því að þegar samtal við virðulegan forseta á sér stað sé borin virðing fyrir því.