143. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[22:32]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu að óþörfu þó að hv. þingmaður, formaður nefndarinnar, virðist hafa einbeittan vilja til þess að tefja þetta mál hér fram eftir öllu kvöldi.

Það sem liggur fyrir er að það var ekki þannig í meðferð nefndarinnar að það gengi fyrir minni hlutann að spyrja forustu Alþýðusambandsins og forustu Samtaka atvinnulífsins spurninga. Það er óafsakanleg framganga að mínu viti og mér hefði þótt meiri bragur á því að formaður nefndarinnar hefði komið hér upp og viðurkennt að þetta væru mistök og að þau mundu ekki endurtaka sig.