144. löggjafarþing — 1. fundur,  9. sept. 2014.

tilkynning um mannabreytingar í nefndum.

[16:05]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Bjarkey Gunnarsdóttir tekur sæti Svandísar Svavarsdóttur sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og Svandís Svavarsdóttir tekur sæti Bjarkeyjar Gunnarsdóttur sem varamaður í sömu nefnd.

Katrín Jakobsdóttir tekur sæti Svandísar Svavarsdóttur sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd.

Ögmundur Jónasson tekur sæti Árna Þórs Sigurðssonar sem varamaður í fjárlaganefnd.

Katrín Jakobsdóttir tekur sæti Árna Þórs Sigurðssonar sem aðalmaður í utanríkismálanefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti Katrínar Jakobsdóttur sem varamaður í sömu nefnd.

Svandís Svavarsdóttir tekur sæti Katrínar Jakobsdóttur sem aðalmaður í umhverfis- og samgöngunefnd.

Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem aðalmaður í velferðarnefnd og Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti Ögmundar Jónassonar sem varamaður í sömu nefnd.

Katrín Jakobsdóttir tekur sæti Árna Þórs Sigurðssonar sem aðalmaður í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti Katrínar Jakobsdóttur sem aðalmaður í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins og Svandís Svavarsdóttir tekur sæti Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem varamaður í sömu nefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.