144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:29]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort honum þætti ábyrgt að eyða tekjum ríkissjóðs, sem koma til af bankaskattinum, í að borga skuldir fólks frekar en skuldir ríkissjóðs með hliðsjón af því að hv. þingmaður leggur ríka áherslu á að skuldastaða ríkissjóðs sé mjög slæm, sem er satt og ég er hjartanlega sammála. Það er einmitt þess vegna sem mér finnst það augljóst að bankaskattur ætti að fara í það, sérstaklega með hliðsjón af því að bankarnir ollu hruninu þegar allt kemur til alls, ásamt fleiri þáttum augljóslega.

Mig langar bara að spyrja hv. þingmann þessarar einföldu spurningar: Telur hann þetta vera ábyrga nýtingu á bankaskattinum?