144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:22]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn Það liggur fyrir að við erum að tala hér um útgjaldaþátt fjárlaga, við eigum að tala um tekjuhlutann í næstu viku, skilst mér, og þess vegna beið ég nú með að tala um þennan hluta sem hv. þingmaður er að ræða um. Skoðanir mínar á þessu máli hafa hins vegar komið mjög skýrt fram og ég þarf ekkert að endurtaka þær. Þetta mál mun fara í þinglega meðferð og við skulum sjá hvort ekki verða einhverjar breytingar á þessum hluta fjárlaga.