144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:04]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta er algjörlega óásættanleg staða sem hér er að koma upp. Það eru heilu málaflokkarnir sem hæstv. forsætisráðherra hefur á sinni könnu sem sannarlega teljast vera efnislegir málaflokkar sem þarf að ræða, sem hafa fengið einhverja tillögu í fjárlagafrumvarpinu með hækkuð framlög og lækkuð o.s.frv. Hvenær á að ræða þessi mál við viðkomandi ráðherra ef ekki má ræða þau við hann núna? Ég tel að ef hæstv. dómsmála- og forsætisráðherra ætlar að líta svo á að sá tími sem nú stendur yfir sé ekki til þess að ræða málefni forsætisráðuneytisins, þar með talinn þjóðgarðinn á Þingvöllum, þurfum við að bæta hæstv. forsætisráðherra aftan við röðina og taka sérstakt hólf undir umræðu um þá efnisþætti sem undir forsætisráðuneytið heyra. Ráðherrann getur þá fengið daginn til að undirbúa sig ef þær spurningar sem hér hafa komið fram og eru málefnalegar og efnislegar (Forseti hringir.) koma aftan að honum eins og virðist vera.