144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:06]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þingmönnum finnst klárlega mjög einkennilegt hvernig umræðunni hefur verið fylgt hérna. Eins og menn segja heyra ýmis fagleg málefni undir forsætisráðherra. Mig langaði að spyrja hann um úrskurðarnefnd upplýsingalaga — ég fagna því að hún fær meiri heimildir, mjög gott — og hvernig eigi að fara í það verkefni að kynna fyrir almenningi þessa útfærslu. Hvar á að spyrja um þessi atriði? Hvar á að spyrja um Hagstofu Íslands ef þessi atriði eru ekki í þessum flokki um fagleg málefni og ef forsætisráðherra lítur ekki á þau þannig?

Spurningin er þá: Hver tók ákvörðun um það að þau málefni sem varða forsætisráðherra skuli ekki rædd undir þessum lið í dag þegar verið er að tala við fagráðherra? Ef forseti þingsins getur upplýst okkur um það: Hver tók ákvörðun um það? Og hver voru rökin fyrir því að undanskilja forsætisráðherra í þessum umræðum?