144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:15]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Forseti hefur úrskurðað í þessu máli. Hér er á dagskránni að fagráðherrar svari spurningum þingmanna. Það kom skýrt fram hvernig forseti mundi túlka þá dagskrá sem fyrir þessum fundi liggur. Samt halda þingmenn áfram að fara fram með það að breyta dagskránni. Ég lít það mjög alvarlegum augum ef þingmenn fara ekki eftir úrskurði forseta á meðan á þingfundi stendur og beini því til forseta þingsins að þetta mál verði sérstaklega tekið upp á fundum forsætisnefndar, hvaða ráða skuli gripið til þegar forseti þingsins hefur úrskurðað í málinu.