144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:20]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er mjög einfalt, þegar sú staða var komin upp að forsætisráðherra vildi ekki svara fyrir það sem heyrir undir forsætisráðuneytið, aðeins dómsmálaráðuneytið, voru menn hér inni sem kunnu hvað hægt var að gera. Hv. þm. Helgi Hjörvar benti á að hægt væri að beita b-lið í þessari umræðu, þar sem hægt er að kalla eftir ráðherra. Einn þingflokkur getur gert það.

Allir þingflokkar minni hlutans hafa nú gert það í sameiningu og vilja að sjálfsögðu ræða við forsætisráðherra um þau mál sem heyra undir hann þegar kemur að fjárlögum, ekkert óeðlilegt við það. Það er algjörlega samkvæmt reglunum. Þetta er það sem mun gerast.