144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:36]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Sérstakur samráðshópur fulltrúa þriggja ráðuneyta, forsætisráðuneytis, velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis, hafði umsjón með því að meta árangur af því átaksverkefni sem hv. þingmaður spyr um. Sá hópur taldi ekki þörf fyrir að fara fram á viðbótarframlag umfram það sem áætlað var þegar þetta var sett af stað og þar af leiðandi var því ekki bætt inn í fjárlögin, enda hafði átakið þegar skilað árangri í því að vinna úr þeim fjölda mála sem safnast hafði upp.