144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:47]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Sú vinna sem er í gangi við löggæsluáætlun hefur ekki verið pólitísk í þeim skilningi að meiri hlutinn hefur ekki verið með pólitíska fulltrúa eða pólitíska nálgun í þeirri vinnu heldur höfum við eftirlátið sérfræðingum á þeim sviðum sem þetta varðar vinnuna enn sem komið, þ.e. þarna eru fulltrúar hagsmunaaðila, lögreglunnar, lögmanna o.s.frv., sem munu vinna drög að áætlun. Ég held hins vegar að það væri mjög æskilegt að þegar slík áætlun liggur fyrir og hún kemur inn í þingið hefðu fulltrúar allra flokka sem mesta aðkomu að því að fullvinna hana og taka þátt í því að úr yrði löggæsluáætlun sem allir flokkar væru sáttir við og menn mundu vilja viðhalda óháð kosningum eða því hverjir eru í ríkisstjórn á hverjum tíma.