144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:03]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held í ljósi þess að svör hafa ekki enn borist frá hæstv. forsætisráðherra að rétt sé að við bíðum átekta um sinn en við getum auðvitað ekki gert það hér fram eftir öllum degi. Ég bið því hæstv. forseta að hafa það bak við eyrað að það kunni að vera rétt eftir klukkutíma eða svo að kalla saman fund þingflokksformanna til að endurmeta stöðuna í ljósi þess að áður gert samkomulag um framgang umræðunnar í dag er í vissum skilningi í uppnámi ef ekki berast svör frá hæstv. forsætisráðherra þar sem hann kemur til fundar við þingið og gerir grein fyrir sínum málaflokkum. Ég mundi segja að einhvern tíma á fjórða tímanum ættum við að endurmeta stöðuna og sjá hver hún verður og hvort við getum lokið 1. umr. um fjárlagafrumvarpið hér á þessum degi.