144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þá spyr ég aftur út af því að við erum að ræða tölur hvort hæstv. ráðherra viti upphæðina, hvað þetta gæti verið há upphæð. Þau virðast þá falla öll, og er sá skilningur minn réttur að þetta tap, ef Íbúðalánasjóður getur ekki staðið sjálfur undir því sem hann klárlega getur ekki — mun það sem umfram stendur falla á ríkissjóð?