144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:39]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka svör hæstv. ráðherra. Ég er mjög ánægð að heyra að hún virðist bera hag almenningssamgangna fyrir brjósti og vilja styrkja þær. Ég hlakka til að fylgjast með því. Ég sé það ekki í fljótu bragði gerast miðað við þessi fjárlög; ég geri mér grein fyrir því að það þarf að hagræða einhvers staðar, en þetta er náttúrlega ekki síður mikilvægt mál en hvað annað. Ég tala nú ekki um ógnina varðandi ástand vega. Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af því.

Ég vona að málið fái góða umræðu í nefndum og skili sér þannig að við munum ekki horfa upp á þá ógn sem Vegagerðin bendir á, að 58% vegakerfis landsins með bundnu slitkerfi verði undir lágmarkskröfum árið 2017, af því þetta varðar náttúrlega mannslíf.