144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:56]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka ábendingar hv. þingmanns. Hann endaði á því að segja að við þyrftum að halda haus. Ég held að þetta sé akkúrat að gera það. Við erum að auka um á þriðja hundrað milljónir í þróunarsamvinnuna. Við höldum sama hlutfalli. Til framtíðar hljótum við að horfa til þess að gera betur. Við megum hins vegar ekki gleyma því að við greiðum um 85 milljarða í vexti vegna mikilla skulda. Það er líka verkefni sem við verðum að sinna. Því betur sem okkur gengur þar því betur erum við í stakk búin til að standa almennilega að þróunarsamvinnu á næstu árum, kannski lengra fram í tímann.

Ég horfi nokkuð bjartsýnn á framhaldið ef við höldum áfram á þeirri braut að vera með góðan afgang af rekstri ríkissjóðs og náum að greiða niður skuldir. Þá getum við líka farið að gera fleiri góða hluti, þar á meðal á alþjóðavettvangi.