144. löggjafarþing — 5. fundur,  15. sept. 2014.

alþjóðlegi lýðræðisdagurinn.

[15:00]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Ég vek athygli þingmanna á því að í dag, 15. september, er alþjóðlegi lýðræðisdagurinn. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 2008 haldið merki lýðræðis sérstaklega á lofti þennan dag sem lið í eflingu lýðræðis um heim allan. Það eru ekki allar þjóðir svo lánsamar að búa við lýðræði og því getum við Íslendingar á þessum degi verið þakklát fyrir að hér standa lýðræðislegir stjórnarhættir föstum rótum.