144. löggjafarþing — 5. fundur,  15. sept. 2014.

mygluskemmdir í húsnæði.

[15:30]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka áhuga þingmannsins á húsnæðismálum. Það sem ég ætlaði að segja þegar ég var að ljúka máli mínu í fyrra svari er að við höfum kallað eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum. Við gerðum könnun í sumar þar sem við spurðum nokkur af stærstu sveitarfélögunum hvernig þau sinntu því hlutverki sínu sem snýr að félagslegu húsnæði. Ég verð að segja að það var sláandi að sjá að aðeins 8% þeirra sem höfðu sótt um félagslegt húsnæði höfðu fengið húsnæði hjá sveitarfélögunum. Það segir okkur það að menn eru alls ekki að sinna því hlutverki sem þeim er falið af Alþingi Íslendinga.

Hvað varðar rekstur húsnæðissamvinnufélaga þá var kaupskyldan afnumin með lögum árið 2003 þannig að hér verða menn að horfa til samþykkta viðkomandi félaga og átta sig á því innan hvaða lagaumhverfis þau starfa.