144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það mál sem hv. þingmaður vísar til er hluti af þingskjölunum þannig að því fer fjarri að ég sé að reyna að fela þessa breytingartillögu. (KLM: … ekki inn í efnahagsforsendur.) Vilji menn reyna að meta áhrif þessarar breytingar á efnahagsforsendurnar mun hún ein og sér einangrað hafa einhver áhrif til lækkunar á kaupmætti ráðstöfunartekna, en aðrir þættir vega það upp og gott betur.

Hérna stöndum við frammi fyrir alveg sjálfstæðri spurningu sem er þessi: Er ástæða til að framlengja átakið Allir vinna, átak sem hrundið var af stað þegar það var atvinnuleysi, átak sem hrundið var af stað þegar ekkert framkvæmdastig var í byggingariðnaðinum? Það hefur gjörbreyst. Hér er spurningin þessi: Eigum við til langs tíma að vera með 100% endurgreiðslu vegna endurbyggingar og viðhalds (Forseti hringir.) eða er ekki nægjanlegur hvati að endurgreiða (Forseti hringir.) 60%?