144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:42]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra talar um að neysluskattur sé ekki góð leið til að jafna lífskjör í landinu. Vissulega má færa fyrir því rök að svo sé og að það sé betra að gera það með öðrum hætti og að aðrar leiðir dugi betur. Ég spyr því hæstv. ráðherra: Hvaða leiðir eru það sem hagfræðingar hafa meðal annars bent á að dugi betur en að reyna að jafna lífskjörin óbeint í gegnum neysluskatta?

Ég vil einnig spyrja hæstv. ráðherra hvort þriggja manna stýrihópurinn sem hafði það í erindisbréfi að kanna tekjuskiptingaráhrif breytingarinnar hafi lagt það til að barnabæturnar næðu ekki einu sinni rauntölum úr fjárlögum 2013 og að það væru einhverjar mótvægisaðgerðir við þessa breytingu.