144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[17:36]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir þetta andsvar sem fjallar um neyslukönnun sem ég verð því miður að játa að ég hef ekki lesið um. En þarna er talað um að lægst launaða fólkið, tekjulágir og þeir sem verst hafa það í þjóðfélaginu, noti um 15% af ráðstöfunartekjum sínum, ekki satt, í matarkaup. Ég sagði hér áðan að ég leyfi mér að efast um þessa könnun. Ég bara trúi því ekki að hægt sé að komast af, þeir sem lægstu launin hafa, með matarkaup upp á 22.500–30.000 kr. eftir því hvaða tölu við erum að tala um. Þá er jú restin af þessari prósentutölu, upp í 100%, notað í eitthvað annað. Það er þá notað í að greiða til dæmis rafmagn og hita. Það er notað til að flytja ísskápinn og þvottavélarnar o.s.frv. En allt hefur samt sem áður þessi margfeldisáhrif sem ég gerði hér að umtalsefni áðan.

Hér er mikið tekið af dæmum um fólk sem er með börn, einstaklingar eða hjón með börn, og reynt að sýna okkur fram á að fólk komi betur úr þessu en við óttumst. Ég staldra við það og spyr hv. þingmann, af því að hann hefur mjög mikið talað um málefni aldraðra og öryrkja: Aldraðir sem hafa nú ekki mjög miklu úr að spila, þeir sem minnst hafa þar — hvernig bætum við þeim þessa hækkun á virðisaukaskatti á matvæli?