144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[18:13]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi gjarnan vilja ræða skáldskap einhvern tíma við hv. þingmann, ég veit samt ekki hvaða skáldskap hann er nákvæmlega að vísa í þegar hann vitnar til þess sem hann les. En punkturinn er sá að mér finnst þetta ekki snúast um í hvaða formi bækurnar eru og það snýst ekki um það í núverandi skattkerfi, þær eru í sama þrepi. Mér finnst við hins vegar hafa tækifæri til þess að taka ákvörðun, menningarlega pólitíska ákvörðun í takt við málstefnuna sem við samþykktum hérna 2009 um að færa þessar bækur bara niður í núllþrep hvort sem þær eru á rafrænu formi eða á prenti. Það væri þá skattalækkun fyrir hv. þingmann sem hann gæti glaðst yfir.