144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[20:52]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel einmitt að þetta frumvarp leiði til bætts tekjuöflunarkerfis til þess að hægt sé að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þessu samfélagi. Það að miða allt heila virðisaukaskattskerfið við þann hóp sem verst er settur tel ég rangt. Ég tel að fylla þurfi í þau göt sem menn hafa hér borað út og suður að geðþótta. Kem ég að því frekar í næstu ræðu minni. Ég ætla ekki að lengja þessa ræðu mína frekar að sinni.